
Bitlækningar
Þjáist þú af kjálkaliðs- og/eða andlitsverkjum?
Kjálkaliðsvandamál - TMJ
Þéttasta bit tanna og besta afstaða kjálkaliðanna er ekki alltaf í fullkomnu jafnvægi og þá ráða tennurnar. Afleiðingin er að vöðvar í kringum kjálkaliðina ofreyna sig og fara að gefa okkur alls konar verki.
Andlitsverkir geta stafað af ýmsum öðrum orsökum en sjúkrasaga og lýsing á einkennum gefa góða vísbendingu um hver grunnorsökin er. Oftast eru þetta sem betur fer tímabundin einkenni sem koma eftir áverka til dæmis.
Einkenni
Helstu einkenni kjálkaliðsvandamála eru, skert opnunargeta, höfuð- og andlitsverkir, smellir í kjálkaliðum jafnvel eyrnaverkir með suði (tinnitus) eða jafnvægisleysi.
Meðferð
Mikilvægt er að greina orsakir ástandsins svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð.
Bitgreining hjá tannlækni er nauðsynleg.
Sérhæft nudd og meðferð hjá sjúkraþjálfara hjálpar mikið til að ná bólgum úr vöðvum.
Til að viðhalda góðu ástandi og minnka eða koma í veg fyrir aukavinnu vöðvanna á nóttunni getur sérhannaður bitgómur gefið þeim hvíldina sem þeir þurfa til að losna úr þessum vítahring.
Tannagnístur
Langvarandi tannagnístur slítur glerung og ef við bætist bakflæði þá eykur sýran á slitið svo um munar og veldur varanlegum skaða.
Til að varna miklu ótímabæru sliti og í kjölfarið dýrum tannviðgerðum er hægt að gera gnísturgóma til að sofa með sem varna því að tennur nuddist saman. Auk þess sem við mælum með að fólk skoði hjá lækni möguleika á lyfjum til að hemja magasýrurnar.